Án gríns, þú átt þetta skilið – tryggðu þér tíma!

Hjá mér snýst myndataka ekki bara um að taka myndir – hún snýst um að skapa upplifun þar sem þér líður vel, þú blómstrar og sérð þig í nýju ljósi. Þú þarft ekkert að kunna að pósa, að vera með reynslu – þú mætir bara, og ég sé um rest.

Snjólaug Vera
Já, hún er til! ❄️📸​​​​​​​
Þegar Snjólaug Vera vann gjafaleikinn minn, fengu margir á tilfinninguna að þetta væri bara eitthvað nafn sem ég hefði búið til. "Snjó" í nafninu? Passar of vel við Stúdíó Snjór!"
En myndirnar tala sínu máli – hún er raunveruleg, og hún kom, skartaði sínu fegursta og gerði þessa myndatöku algjörlega iconic!
Skrunaðu niður og sjáðu hvernig hún skín! ✨
Smá um mig...
Ég heiti Alex Snær Welker, en flestir þekkja mig sem Snjokallinn☃️. Ég trúi því að allir myndist vel – það snýst bara um rétta upplifun. Mitt markmið er að skapa næs andrúmsloft þar sem þér líður vel, svo þú getir séð sjálfa/n þig í nýju ljósi. Hvort sem þú vilt flýja hversdagsleikann, finna þinn innri kraft eða bara eiga ótrúlega fallegar myndir af sjálfri/sjálfum þér, þá er ég hér til að gera það að veruleika.
📸 Eina sem þú þarft að gera er að mæta – ég sé um rest!
- Alex Snær Welker (Snjokallinn☃️)                               
Hlutir til að hafa í huga fyrir myndatökur:
🧣 Taktu of margar flíkur!
Betra að hafa valmöguleika en of fáa!

🧣 Það er í lagi að líða vandræðalega!
Það er partur af ferlinu, og ég leiði þig í gegnum það.

🧣 Engar hugmyndir eru heimskulegar!
Ef þú ert með hugmynd – segðu mér frá henni, saman búum við til eitthvað iconic!
Viðskiptavinir mínir segja það best sjálfir
Ljósmyndun snýst ekki bara um myndir – hún snýst um upplifun, tilfinningar og hvernig þú sérð sjálfa/n þig. Hér eru nokkrar sögur frá fólki sem hefur komið í myndatöku hjá mér.

Hvernig leið þeim?
Hvað vakti mesta gleðina?
Og hver er þeirra uppáhalds mynd?

Lestu umsagnirnar og skoðaðu myndirnar sem þau elska mest úr tökunni sinni!​​​​​​​



Hefurðu áhyggjur af því að myndast illa? Ég fullvissa þig um að þú myndast jafn vel og allir aðrir sem hafa komið til mín!
Bókaðu sjút hér fyrir neðan og gerum eitthvað algerlega iconic saman! ✨📸
Ef þú ert enn í vangaveltum, skrollaðu þá í gegnum galleríið mitt og sjáðu hvað kveikir innblástur hjá þér. Þegar þú ert tilbúin/n, þá er ég hér! Eigðu góðan dag!
Skoðaðu fleiri myndir eða bókaðu sjút á takka nr 2!
Back to Top