Leyfðu mér að taka á mig að fanga daginn ykkar þannig þið getið slappað af og notið hans í mómentinu.
Mín einkennis orð fyrir brúðkaupsmyndatökur eru...

NÁTTÚRULEGAR
MINNINGAR
ÓUPPSTILLT
SKEMMTILEGAR
EINSTAKAR
Ég myndi lýsa mér sem fluga á vegg í brúðkaupum, í horninu að fanga mynd af ykkur að spjalla við Möggu frænku eða hlæja að einhverjum brandara sem þið eruð að hvíslast til hvors annars. Þótt ég geti líka tekið stjórnina í myndatökkunni sjálfri og leikstýrt ykkur ef þess þarf- og það þarf alls ekkert alltaf!

Eruð þið stressuð eða óvön myndavélinni? ekkert stress! ég sé um að þið lúkkið vel. Myndatakan ætti að vera skemmtileg en ekki kvöð, ég vil sjá alla taka virkann þátt á meðann sköpum ógleymanlega minningu sem við geymum í hjartanu.
Um mig – Alex Snær Welker Pétursson
Hæ, ég heiti Alex og ég er ljósmyndari sem hefur fengið þann heiður að vera með á bakvið linsuna á mörgum ógleymanlegum brúðkaupsdögum. Fyrir mér snýst ljósmyndun ekki bara um að fanga augnablik, heldur um að varðveita þær tilfinningar og tengingar sem eru svo einstakar – ástina, gleðina, taugaveiklaða augnablikið og allt þar á milli.
Ég vil vera þátttakandi í ferðalaginu þínu, hjálpa þér að njóta hverrar stundar og sjá hvernig þú blómstrar í myndum – jafnvel þegar þú ert bara að brosa, eða þegar þú ert að hlaupa í átt að þeim sem þú elskar. Brúðkaupsdagurinn er einn af stærstu dögunum í lífi tveggja fólks, og ég vil vera til staðar til að fanga það sem þú munt aldrei vilja gleyma.
Ég trúi á að skapa afslappað og kærleiksríkt andrúmsloft, þar sem þú getur verið sjálfur/sjálf, og myndirnar verða sannar, raunverulegar og fullar af ást. Ef þú vilt að ég verði með þér á þessari ótrúlegu ferð, þá mun ég leggja mig allan fram til að skapa myndir sem þú getur haldið í hjarta þínu ævilangt.
Brúðkaupsverðskrá 2025
1️⃣ Brúðartakan
Brúðkaupsmyndataka
⏳ Myndir af brúðhjónum á fallegum stað eftir athöfn.
✨ Engar fyrirfram ákveðnar unnar myndir, brúðhjónin velja sjálf.
💰 Verð: 45.000 kr. (+3.000 kr./mynd)

2️⃣ "þú mátt kyssa..."
Athöfn og Brúðkaupsmyndataka
⏳ Brúðkaupsathöfn og myndataka eftir á.
📷 Minnst 100 myndir úr athöfn + myndir úr brúðkaupsmyndatökunni.
💰 Verð: 120.000 kr. (+3.000 kr./mynd í brúðkaupsmyndatökunni)

3️⃣ Má ég vera memm? 
Undirbúningur, Athöfn og Brúðkaupsmyndataka
⏳ Undirbúningur brúðhjóna, athöfn og myndataka eftir á.
📷 Minnst 150 myndir úr athöfn og undirbúningi + myndir úr brúðkaupsmyndatökunni.
💰 Verð: 190.000 kr. (+3.000 kr./mynd í brúðkaupsmyndatökunni)

4️⃣ Byrjunin á sögunni
Allur dagurinn
⏳ Allt frá undirbúningi til veislu.
📷 Minnst 200 myndir úr athöfn, undirbúningi og veislu + myndir úr brúðkaupsmyndatökunni.
💰 Verð: 250.000 kr. (+3.000 kr./mynd í brúðkaupsmyndatökunni)
HAFÐU SAMBAND:
Sími: 893-0067
Netfang: Snjokallinn@snjokallinn.com
Back to Top