Hver er Snjókallinn?
Ég heiti Alex Snær Welker Pétursson og er ljósmyndari frá Laugardalnum. Ljósmyndun var ekki fyrsta ástin mín – það var kvikmyndagerð. Þegar ég var ellefu ára lifði ég fyrir að fara út með vinum mínum, myndavél í annarri og ímyndunaraflið í hinni. Við sköpuðum alls konar stuttmyndir, sem kannski rata aldrei á hvíta tjaldið, en eiga alltaf stað í hjarta mínu.
Ég fór í Borgarholtsskóla á listabraut, með kvikmyndagerð sem kjarnaáfanga, en endaði á að taka nokkra auka áfanga í leiklist – og ljósmyndun. Það var einmitt ljósmyndunaráfanginn sem kveikti ljósmyndadelluna mína. Ég byrjaði að prófa mig áfram, leika mér með lýsingu og finna mínar eigin leiðir til að fanga augnablikið. Á lokaárinu mínu í Borgó tók ég plakatmyndir fyrir kvikmyndir bekkjarfélaga minna og myndaði á settum – og ég elskaði það!
Eftir útskrift ákvað ég að byggja upp minn eigin ljósmyndaheim sem Snjokallinn, nafn sem ég fann upp í flippi þegar ég var að velja Instagram-nafn. Það er orðaleikur á nafnið mitt, Snær, því Snær og snjór eru samheiti.
Af hverju ættirðu að bóka hjá mér?
Það sem ég elska mest við ljósmyndun er tilfinningin þegar allt smellur saman – þegar öll smáatriðin vinna saman og úr verður mynd sem þú verður hreinlega að horfa á aftur og aftur. En það sem stendur mest upp úr er að sjá fólk sjá sjálft sig í nýju ljósi. Ég trúi því að allir myndist vel, þeir hafi bara ekki allir fengið rétta tækifærið til þess.
Mitt aðalmarkmið er að þér líði vel. Ef þér líður ekki vel, þá er myndin alltaf eitthvað off. Ég veit hversu óþægilegt getur verið að standa fyrir framan myndavél, en eftir að hafa tekið óteljandi myndatökur – bæði af öðrum og sjálfum mér – þá veit ég hvað virkar og hvað virkar ekki. Ég skapa næs, afslappað andrúmsloft þar sem þú getur fundið þinn innri kraft og notið augnabliksins.
Munurinn á minni þjónustu og annarra ljósmyndara?
Þetta er samvinna. Ég tek ekki bara myndir af þér, ég vinn með þér. Við ræðum saman fyrirfram, skoðum hugmyndir, finnum stemningu og ákveðum hvað við viljum skapa saman. Ég set saman Pinterest board með innblæstri og við getum jafnvel búið til Spotify-playlista til að ná réttu orkunni í myndatökunni.
Eftir myndatökuna sendi ég þér gallerí með úrvali af myndunum, þar sem þú velur þínar uppáhalds. Ef þú vilt hjálp, þá er ég alltaf tilbúinn með mína skoðun líka.
Flestir sem koma í myndatöku hjá mér finna sér ástæðu til að koma aftur – og ég elska að fylgjast með þeim blómstra á hverju skoti. Munurinn á fyrstu myndunum sem við tökum saman og þeim nýjustu er oft stjarnfræðilegur.
Ef þú vilt ekki bara myndir, heldur upplifun – þar sem þú sjáir þig í betra ljósi, flýrð hversdagsleikann og líður eins og módel – þá er þetta rétti staðurinn fyrir þig.
Ertu tilbúin/n? Við sköpum eitthvað töfrandi saman.
Top 7 myndir þessa stundina...
(Seinast breytt 24. Febrúar 25')






