Hæ, ég heiti Alex Snær Welker en ég geng undir nafninu Snjókallinn þegar ég gef út ljósmynda eða annars konar listræn verkefni.
Ég hef verið Snjókallinn síðan sirka vor 2019, mér fannst fyndið að millinafnið mitt Snær væri samheiti "Mjöll" og "Snjór" . Ég breytti instagram nafninu mínu í Snjókallinn rétt áður en ég útskrifaðist af kvikmyndabrautinni í borgarholtsskóla vor 2019. En það var ekki fyrr en seint á árinu 2019 þegar ég fór að byrja að taka ljósmynduninni alvarlega, fyrir það hafði ég bara verið að taka myndir til gamans og vinna þær í photoshop til að gefa út á instagram.
Ég heyrði í Láru vinkonu minni í Október 2019 til að taka myndir af henni í grasagarðinum í þeim tilgangi að prófa mig áfram í portrait myndatöku og byrjaði að gefa þær út á instagram síðan fór ég að heyra í fleiri stelpum og strákum sem ég þekkti þar til að allt í einu var fólk byrjað að hafa samband við mig. Mér hefði aldrei dottið í hug þegar ég var að byrja á þessu að einn daginn myndi ég byrja að rukka fyrir myndatökur og fólk myndi vilja fá mig en ekki einhvern annan og fyrir það er ég mjög þakklátur. Er líka mjög þakklátur fyrir alla sem ég hef kynnst með því að fara í listnám og öll verkefni tengd myndbandsgerð og ljósmyndun.
Í dag er ég að leigja Stúdíó á Suðurlandsbraut 6b með mínum kærustu vinum og get ég tekið hvernig myndir sem ég vil þar.
Top 7 myndir þessa stundina...
(Seinast breytt 28. Október 22')